Auðveldari leið til að selja og kaupa notaðar barnavörur

Við erum tvær mömmur sem fannst vanta auðveldari leið til þess að versla og selja notaðar barnavörur. Foreldrar eru þeir sem mega engan tíma missa úr deginum og því fannst okkur tilvalið að bjóða uppá netverslun, þar sem hægt væri að versla eftir stærðum og merkjum og þar með losna við að eyða dýrmætum tíma í búðarráp. Við förum vandlega yfir hverja einustu vöru sem við seljum og getum því ábyrgst að varan sé í góðu ásigkomulagi 

Það sem kveikti hugmyndina á bakvið Bernska var að finna auðveldari leið við að selja barna vörur, og þar kemur BERNSKA sterkt inn. Við förum yfir vörurnar og gefum þér tilboð í það sem við teljum að við getum selt áfram. Þær vörur sem við tökum ekki er frjálst að fá aftur í hendurnar eða við getum komið þeim áfram í góðgerðarmála. Lestu meira um ferlið hér